Fótbolti

Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Megan Rapinoe er í miklu stuði. Hún kom heim frá HM hlaðin verðlaunum.
Megan Rapinoe er í miklu stuði. Hún kom heim frá HM hlaðin verðlaunum. Getty/Ira L. Black

Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum.

Bandarísku stelpurnar unnu 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum og tryggðu sér annan heimsmeistaratitilinn í röð og þann fjórða frá upphafi.

Bandaríska liðið vann alla leiki sína, setti nýtt markamet á HM, átti tvo af þremur markahæstu leikmönnunum og tvo af þremur bestu leikmönnunum.

Það er því hægt að fagna mörgu þegar kemur að þessu heimsmeistaramóti.

Bandaríska liðið er nú komið heim til Bandaríkjanna og fór í dag í skrúðgöngu í gegnum Manhattan í New York.

Bandaríkjamenn hafa fjölmennt út á götur New York til að fagna hetjunum sínum og það var mikið stuð á Manhattan í dag.

Það má sjá skrúðgöngu stelpnanna hér fyrir neðan.
Fleiri útsendingar

Önnur útsending


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.