George Clooney til Íslands í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 20:23 Þetta bros hefur marga brætt í gegn um tíðina. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney heldur hingað til lands næsta haust en næsta kvikmyndaverkefni hans, Netflix-myndin, Good Morning, Midnight, verður að hluta til tekin upp hér á landi. Mun Clooney fara með aðalhlutverk og leikstjórn myndarinnar. Myndin segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir heimsendi, eins undarlega og það kann að hljóma. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Tökur á myndinni munu hefjast í október næstkomandi, ef marka má vefsíðuna Backstage. Íslandsvinir Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney heldur hingað til lands næsta haust en næsta kvikmyndaverkefni hans, Netflix-myndin, Good Morning, Midnight, verður að hluta til tekin upp hér á landi. Mun Clooney fara með aðalhlutverk og leikstjórn myndarinnar. Myndin segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir heimsendi, eins undarlega og það kann að hljóma. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Tökur á myndinni munu hefjast í október næstkomandi, ef marka má vefsíðuna Backstage.
Íslandsvinir Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira