Fótbolti

Viðar stimplaði sig út með sigurmarki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar skoraði sjö mörk fyrir Hammarby.
Viðar skoraði sjö mörk fyrir Hammarby. vísir/bára
Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-3, Hammarby í vil.



Þetta var síðasti leikur Viðars fyrir Hammarby. Hann er á láni frá Rostov í Rússlandi og lánssamningurinn rennur út á miðnætti.



Þetta var annar sigur Hammarby í röð. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.



Viðar skoraði sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Hammarby. Aron Jóhannsson, sem gekk í raðir Hammarby í síðustu viku, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.



Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 13 mínúturnar þegar AGF gerði 1-1 jafntefli við Hobro í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.



Jón Dagur gerði þriggja ára samning við AGF í síðasta mánuði. Hann lék með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.