Sport

Spáir því að Ísland vinni ekki færri en sjö gullverðlaun á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landslið Íslands í hestaíþróttum.
Landslið Íslands í hestaíþróttum. mynd/stöð 2
Landsliðið í hestaíþróttum, sem keppir á HM í Berlín í næsta mánuði, var kynnt í dag.

Í liði Íslands eru 16 afreksknapar, ellefu í fullorðinsflokki og fimm í unglingaflokki. Fjórir knapar eiga titil að verja frá síðasta móti.

Við valið var horft til árangurs á stórmótum hér heima og erlendis. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa sem eru búsettir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.

Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið vandasamt að velja íslenska liðið.

„Þetta er besta liðið sem hefur verið sent til þessa. Það var erfitt að velja þetta. Sumt lá vel fyrir en á heildina var þetta lengi að fæðast og ég held að þessu hafi verið lokað á miðnætti í gærkvöldi,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Telmu L. Tómasson í Sportpakkanum.

Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á gott gengi í Berlín. „Ég væri ekkert hissa ef við kæmum heim með fjögur gull í fullorðinsflokkum og allavega þrjú í unglingaflokkum,“ sagði Sigurbjörn.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Landsliðsþjálfarinn bjartsýnn á gott gengi á HM









Fleiri fréttir

Sjá meira


×