Sport

Fyrrum heims- og Evrópumeistari náði bara 36 ára aldri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Fallon.
Craig Fallon. Getty/Ezra Shaw

Craig Fallon er fallinn frá en hann var mjög sigursæll júdómaður þegar hann var upp á sitt besta.

Fallon var aðeins 36 ára gamall. Hann týndist á laugardaginn og fannst látinn á sunnudag.

Þetta er mikið áfall fyrir júdóheiminn enda að missa fyrrum heims- og Evrópumeistari á besta aldri.Craig Fallon varð heimsmeistari í -60 kílóa flokki í Kaíró í Egyptalandi árið 2005 og varð síðan Evrópumeistari árið eftir. Hann vann einnig heimsbikarinn árið 2007.

Fallon er síðasti Bretinn sem náði að vera heimsmeistari í júdó.

Fallon tók þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og Ólympíuleikunum í Peking 2008. Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá honum á leikunum en hann náði þó sjöunda sætinu árið 2008.

Fallon hætti keppni árið 2011 en hann keppti á fjórum Evrópumeistaramótum og þremur heimsmeistaramótum á sínum ferli.

Hann hefur þjálfað júdófólk undanfarin ár, var í Austurríki í tvö ár en tók við landsliðsþjálfarastarfi Wales í mars.

Craig Fallon lætur eftir sig eiginkonu og son.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.