Innlent

Íslensk kona á tíræðisaldri fékk íslenskan ríkisborgararétt aftur

Sighvatur Jónsson skrifar
Ieda Herman og dóttir hennar Heidi Herman-Kerr héldu upp á íslenskan ríkisborgararétt Iedu með því að fara í myndatöku í víkingabúningum.
Ieda Herman og dóttir hennar Heidi Herman-Kerr héldu upp á íslenskan ríkisborgararétt Iedu með því að fara í myndatöku í víkingabúningum. Vísir/Sigurjón

Íslensk kona á tíræðisaldri sótti um vegabréf hér á landi í dag en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á nýjan leik fyrir skömmu. Konan hefur verið bandarískur ríkisborgari frá því hún flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna um miðja síðustu öld.

Það erfiðasta sem Ieda (Ída) Herman tókst á við í dag var að brosa ekki þegar hún fór ásamt dóttur sinni í myndatöku í víkingabúningum til að fagna nýfengnum ríkisborgararétti.

„Ég hef aldrei gert neitt eins og þetta áður. En ég prófa stundum eitthvað klikkað mér til skemmtunar,“ segir Ída.

Ída missti íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar þess að hún flutti til Bandaríkjanna á sjötta áratug síðustu aldar.

„Ég áttaði mig ekki á því að ég hefði misst ríkisborgararétt minn þegar ég varð bandarískur borgari, líklega árið 1956.“

Ída er ein sex systkina. Hún er 94 ára. Samkvæmt Íslendingabók á Ída ríflega 2.500 frænkur og frændur á landinu.

Ída sótti um íslenskt vegabréf hjá sýslumanninum í Kópavogi í morgun. Fylgjast má með ævintýrum hennar á Instagram undir nafninu 4VikingAmma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.