Innlent

Skúta strandaði við Skerjafjörð

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út.
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út klukkan ellefu í morgun vegna skútu sem hafði siglt í strand. Skútan hafði strandað í Skerjafirði.

Illa gekk að staðsetja skútuna en um hálf tólf sást til hennar og voru björgunarbátar komnir að henni nú um hádegisbil. Þeir freista nú þess að koma línu í skútuna.

Staðsetning skútunnar er um það bil einni sjómílu utan við Álftanes. Ekki er vitað um skemmdir á skútunni að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.