Sport

Nadia Comaneci hélt upp á 43 ára afmæli tíunnar sinnar og sonurinn stalst til að vera með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ár gömul þegar hún varð ein frægasta íþróttakona heimsins.
Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ár gömul þegar hún varð ein frægasta íþróttakona heimsins. Vísir/Getty
Í dag 18. júlí eru liðin 43 ár síðan að Nadia Comaneci varð fyrsta fimleikakonan til að fá tíu í einkunn á Ólympíuleikunum.Nadia Comaneci fékk fullt hús frá öllum sjö dómurum á tvíslánni á Ólympíuleikunum í Montréal 1976. 23 sekúndur af fullkomnum og heimsfrægðin bankaði á dyrnar. Stigataflan sýndi ekki 10.00 heldur 1.00 þar sem hún gat hæst sýnt 9.99.Nadia Comaneci keppti þarna fyrir Rúmeníu á Ólympíuleikunum 1976 þar sem hún vann þrenn gullverðlaun og var stjarna leikanna aðeins fjórtán ára gömul. Comaneci fékk alls sex tíur á leikunum.Comaneci bætti síðan við tvennum gullverðlaunum og tvennum silfurverðlaunum á leikunum í Moskvu fjórum árum síðar.Nadia Comaneci flúði Rúmeníu árið 1989 og settist að í Bandaríkjunum. Hún giftist bandaríska fimleikamanninum Bart Conner sem vann einnig gull á Ólympíuleikunum. Conner vann sín gull á leikunum í Los Angeles 1984.Nadia Comaneci ætlaði að halda upp á tíuna sína frá því í Montréal með því að taka handahlaup á ströndinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Dylan, sonur hennar, vildi greinilega vera með og laumaði sér inn í myndbandið. Það má sjá hann vera í handstöðu í bakgrunninum. Hann ætti líka að vera með fimleikagenin enda báðir foreldrar hans Ólympíumeistarar í fimleikum.Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um fullkomna æfingu Nadiu Comaneci frá Ólympíuleikunum í Montréal 1976.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.