Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við við forstjóra Isavia vegna flugvélar ALC flugvélaleigunnar sem flaug af landi brott í dag. Hann segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu og að mögulega þurfi að afskrifa skuldina. Rekstur Isavia verði í járnum ef það verði gert

Við greinum einnig frá því að fleiri tilfelli hafi fundist af E.coli-bakteríunni sem kom upp á Efstadal II. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á staðnum en takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið að mati framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Þá skoðum við aðstæður í Löngufjörum þar sem tugir grinhvala ráku á land en ekki er búist við að aðhafst verði vegna urðunar þeirra. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.