Fótbolti

Svekktur en stoltur Neville: Sagði við þær að það verða engin tár í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok.
Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok. vísir/getty
Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld.

„Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok.

„Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“

„Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“





Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins.

„Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“

Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn.

„Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×