Sport

Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jon Jones og Thiago Santos.
Jon Jones og Thiago Santos. vísir/getty
UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti.Aðalbardagi kvöldsins er í léttþungavigt þar sem besti bardagakappi UFC pund fyrir pund, Jon Jones, ver beltið sitt gegn Brasilíumanninum Thiago Santos.Fyrsta konan til þess að vera handhafi tveggja belta hjá UFC, Amanda Nunes, mun svo verja bantamvigtarveltið sitt gegn Holly Holm í næststærsta bardaga kvöldsins.Áður en að þessum tveimur bardögum kemur munu þeir Jorge Masvidal og Ben Askren mætast í veltivigtarbardaga sem margir bíða spenntir eftir.Masvidal rotaði Darren Till með stæl í London í mars og Askren vann Robbie Lawler í sínum fyrsta bardaga fyrir UFC. Sigurvegari þessa bardaga gæti fengið titilbardaga næst. Það er því mikið undir.UFC hitar alltaf upp fyrir stóru kvöldin með Embedded-þáttunum sínum og þá má sjá hér að neðan.MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.