Sport

Fimmta lotan: Er Gunnar Nelson á leið til Bellator?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvar verður Gunnar Nelson á næsta ári?
Hvar verður Gunnar Nelson á næsta ári? vísir/getty
Gunnar Nelson er á leiðinni í Búrið í Kaupmannahöfn þann 28. september og málefni Gunnars eru í brennidepli í Fimmtu lotunni í dag.



Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eru gestir þáttarins að þessu sinni hjá Henry Birgi Gunnarssyni.



Í þættinum er rætt um bardaga Gunnars við Brasilíumanninn Thiago Alves en þar lendir Gunnar í afar reyndum bardagamanni sem hefur barist um beltið í veltivigtinni. Það er alveg ljóst að Gunnar má ekki tapa þessum bardaga.



Framtíð Gunnars var einnig rædd en það er lítið eftir af samningi Gunnars við UFC og ekki sjálfgefið að hann fái samning þar aftur. Bardagasambandið Bellator er á mikilli uppleið og vitað mál að menn þar á bæ hafa áhuga á okkar manni. Hann gæti því skipt um lið.



Pétur Marinó og Ásgeir Börkur spá í spilin og skoða kosti og galla þess við að fara yfir til Bellator.



Þáttinn má sjá hér að neðan.





Klippa: Fimmta lotan: Ellefti þáttur
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.