Fótbolti

Öskubuskuævintýri Madagaskar heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Átta liða úrslitin bíða.
Átta liða úrslitin bíða. vísir/getty
Öskubuskuævintýri Madagaskar heldur áfram í Afríkukeppninni en liðið er komið í átta liða úrslit mótsins eftir sigur á Austur-Kóngó í vítaspyrnukeppni í dag.

Ibrahim Amada kom Madagaskar yfir en Cedric Bakambu jafnaði skömmu síðar. Faneva Andriatsima virtist vera tryggja Madagaskar sigurinn á 77. mínútu en flautumark Chancel Mbemba tryggði þeim framlengingu.







Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu leikmenn Madagaskar úr öllum sínum spyrnum en Austur-Kongó brenndi af tveimur.

Madagaskar er því komið áfram í átta liða úrslitin en þar mæta þeir annað hvort Alsír eða Gíneu. Þetta er lang besti árangurinn í sögu Madagaskar en oftar en ekki hafa þeir ekki tekið þátt í keppninni.

Nú tóku þeir hins vegar slaginn og eru komnir í átta liða úrslitin. Þeir voru í 190. sæti FIFA-listans fyrir fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×