Fótbolti

Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frá­bærum málum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson var flottur í mikilvægum leik í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson var flottur í mikilvægum leik í kvöld. Getty/Manuel Alvarez

Elías Rafn Ólafsson og félagar í danska félaginu Midtjylland eru komnir með annan fótinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir stórsigur á heimavelli í kvöld.

Midtjylland vann þá 4-0 sigur á finnska liðinu KuPS en seinni leikurinn fer fram úti í Finnlandi í næstu viku.

Elías Rafn var í markinu allan tímann, hélt hreinu og stóð sig vel.

Hann varði öll þrjú skotin sem Finnarnir náðu á markið. XG-tölfræðin sýnir að hann kom í veg fyrir 1,17 mörk í leiknum.

Junior Brumado skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum en fyrstu tvö mörkin skoruðu þeir Adam Buksa og Dario Osorio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×