Fótbolti

Horsens vill fá Guð­laug Victor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið fimmtíu landsleiki fyrir Íslands hönd.
Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið fimmtíu landsleiki fyrir Íslands hönd. Getty/Ramsey Cardy

Danska B-deildarliðið Horsens vill fá íslenska landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson til sín. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Horsens.

Guðlaugur Victor hefur leikið með Plymouth Argyle síðasta árið en gæti nú verið á leið til Danmerkur á nýjan leik. Hann lék með Esbjerg á árunum 2015-17 auk þess sem hann var á mála hjá AGF á unglingsárum.

Bold.dk greinir frá því að Horsens hafi áhuga á að krækja í Guðlaug Victor vegna mikilla meiðsla í leikmannahóp liðsins. Ekkert sé þó öruggt í þeim efnum enda standi Guðlaugi Victori aðrir kostir til boða.

Guðlaugur Victor, sem er 34 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Auk Danmerkur hefur hann leikið á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi og Belgíu.

Horsens er á toppi dönsku B-deildarinnar með fjórtán stig og hefur haldið fimm sinnum hreinu í sex leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×