Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2025 09:46 Kathleen Folbigg, til hægri, ásamt vinkonu sinni Tracy Chapman. AP/AAP/Dean Lewins Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi árið 2003 fyrir að hafa orðið fjórum börnum sínum að bana, hafa verið boðnar tvær milljónir ástralska dala, jafnvirði 160 milljóna króna, í miskabætur en áður hafði verið gert ráð fyrir að hún fengi yfir tíu milljónir dala, hið minnsta. Folbigg var náðuð árið 2023 eftir að rannsóknir leiddu í ljós að börn hennar þjáðust af afar sjaldgæfum erfðagöllum, sem eru taldir hafa leitt til þess að þau létust innan við tveggja ára gömul. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Davíð O. Arnar hjartalæknir ritrýndi rannsókn vísindamanna sem komust að þeirri niðurstöðu að tvær dætur Folbigg hefðu dáið sökum erfðabreytileika sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Þá greindust drengir Folbigg með erfðabreytileika sem veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Annar drengjanna hafði greinst með flogaveiki áður en hann dó. Lögmenn Folbigg segja kerfið enn á ný hafa brugðist henni og benda á að Lindy Chamberlain, sem var látin laus árið 1994 eftir að hafa verið ranglega fundin sek um að hafa myrt dóttur sína og varið þremur árum í fangelsi, fékk 1,7 milljón dala í miskabætur. Mál Chamberlain varð alræmt líkt og mál Folbigg en hún hélt því ávallt staðfastlega fram að dingóhundur hefði rænt dóttur sinni. Hvað Folbigg varðar segja bótaupphæðina hafa verið ákveðna að vandlega ígrunduðu máli. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi árið 2003 fyrir að hafa orðið fjórum börnum sínum að bana, hafa verið boðnar tvær milljónir ástralska dala, jafnvirði 160 milljóna króna, í miskabætur en áður hafði verið gert ráð fyrir að hún fengi yfir tíu milljónir dala, hið minnsta. Folbigg var náðuð árið 2023 eftir að rannsóknir leiddu í ljós að börn hennar þjáðust af afar sjaldgæfum erfðagöllum, sem eru taldir hafa leitt til þess að þau létust innan við tveggja ára gömul. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Davíð O. Arnar hjartalæknir ritrýndi rannsókn vísindamanna sem komust að þeirri niðurstöðu að tvær dætur Folbigg hefðu dáið sökum erfðabreytileika sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Þá greindust drengir Folbigg með erfðabreytileika sem veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Annar drengjanna hafði greinst með flogaveiki áður en hann dó. Lögmenn Folbigg segja kerfið enn á ný hafa brugðist henni og benda á að Lindy Chamberlain, sem var látin laus árið 1994 eftir að hafa verið ranglega fundin sek um að hafa myrt dóttur sína og varið þremur árum í fangelsi, fékk 1,7 milljón dala í miskabætur. Mál Chamberlain varð alræmt líkt og mál Folbigg en hún hélt því ávallt staðfastlega fram að dingóhundur hefði rænt dóttur sinni. Hvað Folbigg varðar segja bótaupphæðina hafa verið ákveðna að vandlega ígrunduðu máli.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira