Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2025 09:46 Kathleen Folbigg, til hægri, ásamt vinkonu sinni Tracy Chapman. AP/AAP/Dean Lewins Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi árið 2003 fyrir að hafa orðið fjórum börnum sínum að bana, hafa verið boðnar tvær milljónir ástralska dala, jafnvirði 160 milljóna króna, í miskabætur en áður hafði verið gert ráð fyrir að hún fengi yfir tíu milljónir dala, hið minnsta. Folbigg var náðuð árið 2023 eftir að rannsóknir leiddu í ljós að börn hennar þjáðust af afar sjaldgæfum erfðagöllum, sem eru taldir hafa leitt til þess að þau létust innan við tveggja ára gömul. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Davíð O. Arnar hjartalæknir ritrýndi rannsókn vísindamanna sem komust að þeirri niðurstöðu að tvær dætur Folbigg hefðu dáið sökum erfðabreytileika sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Þá greindust drengir Folbigg með erfðabreytileika sem veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Annar drengjanna hafði greinst með flogaveiki áður en hann dó. Lögmenn Folbigg segja kerfið enn á ný hafa brugðist henni og benda á að Lindy Chamberlain, sem var látin laus árið 1994 eftir að hafa verið ranglega fundin sek um að hafa myrt dóttur sína og varið þremur árum í fangelsi, fékk 1,7 milljón dala í miskabætur. Mál Chamberlain varð alræmt líkt og mál Folbigg en hún hélt því ávallt staðfastlega fram að dingóhundur hefði rænt dóttur sinni. Hvað Folbigg varðar segja bótaupphæðina hafa verið ákveðna að vandlega ígrunduðu máli. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi árið 2003 fyrir að hafa orðið fjórum börnum sínum að bana, hafa verið boðnar tvær milljónir ástralska dala, jafnvirði 160 milljóna króna, í miskabætur en áður hafði verið gert ráð fyrir að hún fengi yfir tíu milljónir dala, hið minnsta. Folbigg var náðuð árið 2023 eftir að rannsóknir leiddu í ljós að börn hennar þjáðust af afar sjaldgæfum erfðagöllum, sem eru taldir hafa leitt til þess að þau létust innan við tveggja ára gömul. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Davíð O. Arnar hjartalæknir ritrýndi rannsókn vísindamanna sem komust að þeirri niðurstöðu að tvær dætur Folbigg hefðu dáið sökum erfðabreytileika sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Þá greindust drengir Folbigg með erfðabreytileika sem veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Annar drengjanna hafði greinst með flogaveiki áður en hann dó. Lögmenn Folbigg segja kerfið enn á ný hafa brugðist henni og benda á að Lindy Chamberlain, sem var látin laus árið 1994 eftir að hafa verið ranglega fundin sek um að hafa myrt dóttur sína og varið þremur árum í fangelsi, fékk 1,7 milljón dala í miskabætur. Mál Chamberlain varð alræmt líkt og mál Folbigg en hún hélt því ávallt staðfastlega fram að dingóhundur hefði rænt dóttur sinni. Hvað Folbigg varðar segja bótaupphæðina hafa verið ákveðna að vandlega ígrunduðu máli.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira