Sport

Sjö íslenskir keppendur á Evrópuleikunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenski bogfimihópurinn
Íslenski bogfimihópurinn mynd/ísí

Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleiknunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Evrópuleikarnir veita möguleika á því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.

Evrópuleikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda þar sem keppt verður í 15 íþróttagreinum, en í átta þeirra er hægt að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Leikarnir verða settir á morgun, föstudaginn 21. júní. Strax á fyrsta degi fara íslenskir keppendur af stað þegar Eowyn Marie Alburo Mamalias keppir í bogfimi.

Þeir sem keppa fyrir hönd Íslands á leikunum eru:

Agnes Suto-Tuuha, áhaldafimleikar
Ásgeir Sigurgeirsson, 10m loftbyssa
Eowyn Marie Alburo Mamalias, trissubogi
Hákon Þór Svavarsson, leirdúfuskotfimi
Kári Gunnarsson, badminton
Sveinbjörn Iura, júdó
Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.