Enski boltinn

Erfitt að segja nei við Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
25 ára Jack O'Connell er mikill stuðningsmaður Liverpool
25 ára Jack O'Connell er mikill stuðningsmaður Liverpool vísir/getty
Það yrði erfitt að segja nei ef Liverpool kæmi kallandi segir Jack O'Connell, leikmaður Sheffield United.

O'Connell mun spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur með Sheffield United, en hann var lykilmaður í að koma liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

Þegar leikjadagskráin var gefin út leitaði O'Connell strax að einum leik, hvenær Sheffield mundi mæta Liverpool. Öll fjölskylda varnarmannsins eru stuðningsmenn Liverpool.

„Ég er dyggur stuðningsmaður Liverpool. Ég fór á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í Madríd, en ég gat ekki náð að njóta leiksins almennilega því ég endaði á því að greina þá sem andstæðing,“ sagði O'Connell við Sky Sports.

„Að halda sæti okkar í ensku úrvalsdeildinni er aðal markmiðið hjá Sheffield, en að sjá Jordan Henderson lyfta titlinum gaf mér gæsahúð.“

„Ég er mjög ánægður hjá Sheffield og ég er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning, en draumur minn er að spila fyrir Liverpool. Ef þeir kæmu kallandi, sem er ólíklegt, væri mjög erfitt að segja nei.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×