Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 16:13 Þessir piltar gleðja landann með nýrri tónlist í dag. Vignir Daði Valtýsson Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum. Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum.
Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira