Íslenskar jurtir til matreiðslu Sólrún Freyja Sen skrifar 22. júní 2019 10:00 Kúmen finnst villt á Suðurlandi. Nordicphotos/GETTY Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Sjá meira