Íslenskar jurtir til matreiðslu Sólrún Freyja Sen skrifar 22. júní 2019 10:00 Kúmen finnst villt á Suðurlandi. Nordicphotos/GETTY Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Sjá meira
Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Sjá meira