Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Pálmi Kormákur skrifar 11. júní 2019 06:30 Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa Nordicphotos/Getty Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira