Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 06:45 Helgi Magnús Gunnarsson, Hlédís Maren Guðmundsdóttir og Úlfar Lúðvíksson hafa meðal annars verið orðuð sem áhugaverðir frambjóðendur fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/samsett Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur. „Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
„Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?