Sport

Byggingarkrani féll á heimili UFC-konu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chiasson er 5-0 í MMA.
Chiasson er 5-0 í MMA. vísir/getty
UFC-bardagakonan Macy Chiasson ætlar í mál við byggingafyrirtæki eftir að krani féll á heimili hennar í Dallas með þeim afleiðingum að kona lést.Það var mjög hvasst í Dallas um síðustu helgi og það endaði með því að bygginarkrani féll á blokkina sem Chiasson býr í. Nokkrir slösuðust og 29 ára gömul kona í blokkinni lést. Sjálf slapp Chiasson með skrámur.„Það kom rosalega hár hvellur og húsið byrjaði að titra. Það var engu líkara en að þetta væri jarðskjálfti. Ég heyrði svo þegar eitthvað féll í gegnum gólfið,“ sagði Chiasson.Hún býr í sjö hæða blokk og býr á jarðhæð. Svo mikil væri lætin að hurðin hennar brotnaði og brot úr blokkinni flugu inn um hurðina. Kraninn sjálfur fór í gegnum einhverjar hæðir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.