Lífið

Plötusnúðar uppi á þaki í allt sumar

Tinni Sveinsson skrifar
Markmiðið er að skapa stemmningu eins og hún gerist best í heitu löndunum.
Markmiðið er að skapa stemmningu eins og hún gerist best í heitu löndunum. Helgi Már

„Betri plötusnúðar landsins eru klárir með tónlistina sem passar fyrir veislur undir berum himni,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins PartyZone.

PartyZone hefur tekið saman lista af úrvals plötusnúðum sem koma fram á kvöldunum Undir berum himni í sumar en góða veðrið í borginni hefur skapað frábæra stemmningu til að skemmta sér úti við.

„Í sumar hreiðrum við um okkur á svölum Petersen og framköllum sumarstemningu í anda strandbara og sundlaugapartía eins og þau gerast best í heitu löndunum,“ segir Helgi.

Kvöldin eru milli klukkan 18 og 22 og fóru af stað um síðustu helgi þegar DJ Andrés Nielsen kom fram. DJ Óli Dóri fylgdi honum síðan eftir í gær.

Næstir á dagskrá eru DJ Egill Spegill sunnudaginn 16.júní, Símon FKNHNDSM fimmtudaginn 20. júní, Natalie (Yamaho) fimmtudaginn 27. júní og Már & Nielsen laugadaginn  6.júlí. Fleiri verða tilkynntir síðar en hægt er að fylgjast með á Facebook-síðu kvöldanna.

PartyZone er síðan alltaf á dagskrá X-ins á laugardagskvöldum milli klukkan 22 og miðnættis. Hægt er að nálgast upptökur allra þáttanna hér á Vísi en lesendur geta komið sér í gírinn með því að hlusta á síðasta þátt í spilaranum fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.