Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 14:42 Faraldurinn hefur færst yfir til Úganda. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Sjá meira
Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06
Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27
Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02