Flugeldasýning Kerr skaut Ástralíu áfram í 16-liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástralar fagna marki.
Ástralar fagna marki. vísir/getty

Ástralía keyrði yfir Jamaíka í síðustu umferð C-riðilsins á HM kvenna en 4-1 sigur Ástralía í kvöld tryggir þeim annað sætið í riðlinum.

Sam Kerr skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en hún var aftur á ferðinni þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-0 í hálfleik.

Havana Solaun minnkaði muninn fyrir Jamaíka en Kerr bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk og skoraði öll fjögur mörk liðsins.

Ástralía endar í öðru sæti riðilsins og er því komið áfram en Jamaíka er úr leik.
Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.