Fótbolti

Gunnleifur og Guðmundur fara aftur til Vaduz

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnleifur lék fimm deildarleiki með Vaduz fyrir áratug.
Gunnleifur lék fimm deildarleiki með Vaduz fyrir áratug. vísir/vilhelm
Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í dag.Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, fer á fornar slóðir en hann lék með Vaduz í nokkra mánuði 2009.HK, sem lék þá í næstefstu deild, lánaði Gunnleif til Vaduz í fimm mánuði. Hann lék fimm leiki með liðinu í svissnesku úrvalsdeildinni. Gunnleifur kom svo heim um mitt sumar og kláraði tímabilið með HK.Tveir aðrir Íslendingar voru á mála hjá Vaduz á sama tíma og Gunnleifur; Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson og Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson sem er einmitt aðstoðarþjálfari Breiðabliks í dag.Guðmundur lék tólf leiki með Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk.Fyrri leikur Breiðabliks og Vaduz fer fram á Kópavogsvelli 11. júlí og sá seinni á Rheinpark Stadion í Vaduz viku síðar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

KR fer til Noregs og mætir Molde

KR mætir gömlu lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í norska liðinu Molde í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mætir Vaduz og Stjarnan spilar við Levadia Tallin frá Eistlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.