Fótbolti

Gunnleifur og Guðmundur fara aftur til Vaduz

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnleifur lék fimm deildarleiki með Vaduz fyrir áratug.
Gunnleifur lék fimm deildarleiki með Vaduz fyrir áratug. vísir/vilhelm

Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í dag.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, fer á fornar slóðir en hann lék með Vaduz í nokkra mánuði 2009.

HK, sem lék þá í næstefstu deild, lánaði Gunnleif til Vaduz í fimm mánuði. Hann lék fimm leiki með liðinu í svissnesku úrvalsdeildinni. Gunnleifur kom svo heim um mitt sumar og kláraði tímabilið með HK.

Tveir aðrir Íslendingar voru á mála hjá Vaduz á sama tíma og Gunnleifur; Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson og Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson sem er einmitt aðstoðarþjálfari Breiðabliks í dag.

Guðmundur lék tólf leiki með Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk.

Fyrri leikur Breiðabliks og Vaduz fer fram á Kópavogsvelli 11. júlí og sá seinni á Rheinpark Stadion í Vaduz viku síðar.


Tengdar fréttir

KR fer til Noregs og mætir Molde

KR mætir gömlu lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í norska liðinu Molde í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mætir Vaduz og Stjarnan spilar við Levadia Tallin frá Eistlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.