Lífið

Neitar að hafa kallað Mark­le ill­kvitna þrátt fyrir hljóð­upp­töku

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/KEVIN DIETSCH

Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa kallað Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, illkvittna í viðtali við The Sun. Forsetinn lét ummælin falla eftir að blaðamaður tjáði honum að hertogaynjan hafi sagst ætla að flytja til Kanada næði hann kjöri.



Sjá einnig: Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“



„Ég kallaði Meghan Markle aldrei illkvittna. Þetta er skáldað af falsfréttamiðlum og þeir voru gripnir glóðvolgir,“ skrifaði forsetinn á Twitter og bætti við að hann efaðist um að miðlarnir myndu biðjast afsökunar.



Í kjölfarið birti The Sun hljóðupptöku af viðtalinu. Þar er stuttlega rætt við forsetann um heimsókn hans til Bretlands áður en blaðamaður segir honum frá ummælum Markle sem hún lét falla árið 2016. Viðtalið var tekið af blaðamanni The Sun á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu.



Á upptökunni má greinilega heyra að Trump kallar hertogaynjuna illkvittna en hægt er að hlusta á hljóðupptökuna í frétt á vef The Sun.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan sýndu soninn í fyrsta sinn

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa nú sýnt umheiminum nýjasta meðlim bresku konungsfjölskyldunnar en þau ræddu við fjölmiðla í dag með soninn í fanginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×