Dr John frá New Orleans fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 07:36 Dr John hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019 Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira