Sport

Unnu fimm gullverðlaun á öðrum keppnisdeginum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís vann sigur í langstökki.
Hafdís vann sigur í langstökki. mynd/frí

Íslensku keppendurnir unnu til fimm gullverðlauna á öðrum keppnisdegi í frjálsum íþróttum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Hafdís Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í langstökki með stökki upp á 6,42 metra. Hún meiddist í upphitun en harkaði af sér og vann gullið. Birna Kristín Kristjánsdóttir endaði í 5. sæti í langstökki.

Þórdís Eva Steinsdóttir vann sigur í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,39 sekúndum og var 41 sekúndubroti á eftir næstu konu. Kormákur Ari Hafliðason endaði í 5. sæti í 400 metra hlaupi karla.

Ísland vann 400 metra grindahlaupi í karla- og kvennaflokki. Ívar Kristinn Jasonarson vann öruggan sigur í karlaflokki en hann hljóp á 52,31 sekúndu. Fjóla Signý Hannesdóttir varð hlutskörpust í kvennaflokki en hún kom í mark á 1:02,60 mínútum.

Hlynur Andrésson vann gull í 3000 metra hindrunarhlaupi og silfur í 5000 metra hlaupi.

Guðni Valur Guðnason fékk silfur í kringlukasti. Hann kastaði 57,64 metra.

Aníta Hinriksdóttir fékk silfur í 1500 metra hlaupi. Hún kom í mark á 4:22,34 mínútum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.