Bíó og sjónvarp

Keanu Reeves og Halle Berry æfðu stíft fyrir John Wick 3

Samúel Karl Ólason skrifar
Bæði Keanu Reeves og Halle Berry segjast aldrei hafa þjálfað jafn mikið og fyrir John Wick: Chapter 3 – Parabellum.
Bæði Keanu Reeves og Halle Berry segjast aldrei hafa þjálfað jafn mikið og fyrir John Wick: Chapter 3 – Parabellum.

Leikarinn Keanu Reeves er þekktur fyrir miklar æfingar og þjálfun fyrir kvikmyndir sem hann leikur í. John Wick myndirnar eru þar engin undantekning en bæði hann og Halle Berry segjast aldrei hafa þjálfað jafn mikið og fyrir John Wick: Chapter 3 – Parabellum.

Berrey sagði Entertainment Weekly að hún hefði farið á æfingar í sex mánuði, fimm sinnum í viku. Hún hefði þjálfað sig í að skjóta af byssum, jiu-jitsu, aikido og fleiri bardagalistum. Hún braut meira að segja þrjú rifbein við æfingarnar.

Reeves æfði í fimm mánuði en um þriðju John Wick myndina hans er að ræða og hefur hann æft sig mikið fyrir þær allar.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá æfingum þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.