Sunna: Hefði átt að láta strákana kýla mig fyrir bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2019 12:00 Sunna mun líklega berjast aftur við Curran á þessu ári. Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran
MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00