Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. maí 2019 20:15 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, efast um að Assange verði ákærður í Svíþjóð. Vísir/Vilhelm „Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“ Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
„Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00