Hátt í þúsund umsóknir borist á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 15:00 Undanfarin ár hefur verið sett upp bíó inni í Sundhöllinni. Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019. Menning RIFF Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019.
Menning RIFF Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira