Hátt í þúsund umsóknir borist á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 15:00 Undanfarin ár hefur verið sett upp bíó inni í Sundhöllinni. Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019. Menning RIFF Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019.
Menning RIFF Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira