Sport

Ólympíumeistari um meintan dauða sinn: „Fake news“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016.
Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016. Getty/Cameron Spencer

Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina.

Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri.

TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni.

Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri.

„Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan.

Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum.

Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.