Lífið

Hjálmar Örn fór á kostum á Hlust­enda­verð­­laununum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjálmar sem Bjössi og Hvítvínskonan.
Hjálmar sem Bjössi og Hvítvínskonan.
Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þekktasti Snapchat-grínari landsins og eru það karakterar hans sem hafa slegið í gegn undanfarin ár.

Á Hlustendaverðlaununum á laugardagskvöldið voru sýndir nokkrir sketsar með Hjálmari Erni þegar hann var í hlutverki Hvítvínskonunnar og Bjössa Sigurbjörns.

Hér að neðan má sjá allt það helsta með Hjálmari frá laugardagskvöldinu.

Bjössi fór meðal annars í heimsókn í höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut og heilsaði þar upp á sjónvarps- og útvarpsfólk við misjafnar undirtektir.

Klippa: Er ég í útvarpinu?
Einnig kom fram að Hvítvínskonan hafi einu sinni verið að deita Sverri Bergmann og sagði hún að réttnefni yfir söngvarann væri Sverrir Svermann.

Klippa: Hvítvínskonan: Var einu sinni að deita Sverri Bergmann
Klippa: Hvítvínskonan: Settu sjálfa þig í fyrsta sæti

Tengdar fréttir

Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2019

Tónlistarverðlaunin Hlustendahátíðin verður haldin í kvöld í Háskólabíó. Horfa má á beina útsendingu frá hátíðinni á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.