Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:30 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00