Lífið

Will Smith steig á svið með syninum á Coachella

Sylvía Hall skrifar
Feðgarnir.
Feðgarnir. Vísir/Getty
Leikarinn Will Smith kom aðdáendum sonar síns, Jaden Smith, verulega á óvart þegar hann mætti á sviðið á tónleikum hans á Coachella-hátíðinni sem fram fer um þessar mundir.Jaden, sem er tvítugur, var að skemmta á hátíðinni í gær og ætlaði allt um koll að keyra þegar faðir hans birtist á sviðinu. Saman tóku þeir lagið „Icon“ og það tvisvar.

 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Will Smith (@willsmith) on Apr 19, 2019 at 8:28pm PDT

Will Smith er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi en hann var einnig þekktur undir nafninu The Fresh Prince á sínum tíma og gerði hann samnefnda þætti þar sem hann fór með aðalhlutverkið.Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.