Lífið

Will Smith steig á svið með syninum á Coachella

Sylvía Hall skrifar
Feðgarnir.
Feðgarnir. Vísir/Getty

Leikarinn Will Smith kom aðdáendum sonar síns, Jaden Smith, verulega á óvart þegar hann mætti á sviðið á tónleikum hans á Coachella-hátíðinni sem fram fer um þessar mundir.

Jaden, sem er tvítugur, var að skemmta á hátíðinni í gær og ætlaði allt um koll að keyra þegar faðir hans birtist á sviðinu. Saman tóku þeir lagið „Icon“ og það tvisvar.


 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Will Smith (@willsmith) on


Will Smith er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi en hann var einnig þekktur undir nafninu The Fresh Prince á sínum tíma og gerði hann samnefnda þætti þar sem hann fór með aðalhlutverkið.

Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.