Sport

Úrslitaeinvígi hefjast í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lyftir KR bikarnum sjötta árið í röð?
Lyftir KR bikarnum sjötta árið í röð? Vísir/bára

Úrslitaeinvígið í Olís-deild kvenna hefst loksins í kvöld eftir þrettán daga bið, sama dag og einvígi KR og ÍR í úrslitum í Dominos-deild karla hefst í Vesturbænum.

Annað árið í röð eru það Valur og Fram, sigursælustu félögin í íslenskum kvennahandbolta, sem mætast í úrslitum Olís-deildarinnar. Valsliðið er handhafi bikar- og deildarmeistaratitilsins en Fram er ríkjandi Íslandsmeistari. Þegar þessi lið mættust í fyrra vann Fram 3-1 sigur en Valsliðið mætir ógnarsterkt til leiks í ár.

Í Vesturbænum hefst úrslitaeinvígið á milli tveggja sigursælustu liðanna í íslenskum karlakörfubolta. KR-ingar sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar hafa unnið undanfarin fimm ár og eru í leit að þeim sjötta í röð og þeim átjánda í sögu karlaliðsins.

ÍR sem hefur fimmtán sinnum lyft Íslandsmeistaratitlinum leikur í fyrsta sinn til úrslita eftir að úrslitakeppnin hófst árið 1984. Breiðhyltingar eru í leit að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í 42. sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.