Innlent

Tugir vindmylla gætu litið dagsins ljós

Birgir Olgeirsson skrifar
Vindorkuverin eiga að rísa í Garpsdal og á Hróðnýjarstöðum.
Vindorkuverin eiga að rísa í Garpsdal og á Hróðnýjarstöðum. map.is

Tugir vindmylla gætu litið dagsins ljós í Garpsdal og Hróðnýjarstöðum gangi áætlanir orkufyrirtækja eftir. Skipulagsstofnun hefur birt tillögur fyrirtækjanna á vef sínum þar sem hægt er að gera athugasemdir við þær.

Í Garpsdal ætlar EM-Orka að reisa 35 vindmyllur en á Hróðnýjarstöðum áætlar Storm orka ehf. að reisa 24 vindmyllur.

Geta vindmyllurnar náð 180 metra hæð, sé miðað við spaða í efstu stöðu en í Garpsdal í Reykhólahreppi er áætlað að framleiða 130 megavött  en 80 til 130 megavött á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Rúmlega 30 kílómetrar eru á milli Garpsdals og Hróðnýjarstaða.

Bræðurnir Magnús og Sigurður Jóhannessynir keyptu jörðina að Hróðnýjarstöðum í ágúst árið 2017 en rúmum þremur vikum síðar var vilja- og samstarfsyfirlýsing undirrituð af sveitarstjórn og fyrirtækis bræðranna, Storms orku ehf, um þessar vindmyllur ef tilskilin leyfi fást.

Magnús er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá Álaborgarháskóla og á að baki 25 ára reynslu í orkugeiranum, meðal annars sem framkvæmdastjóri America Renewables og Iceland America Energy og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Enex. Sigurður er umhverfis- og auðlindafræðingur frá Háskóla Íslands og stundar doktorsnám í umhverfisfræði við sama skóla en hann hefur áður starfað sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

EM Orka er íslenskt fyrirtæki í eigu EMP Holdings sem er sameiginlega í eigu EMP IN og Vestas en það síðastnefnda er einn stærsti vindmylluframleiðandi í heims með 94 gígavatta framleiðslugetu í 79 löndum. EMP er með höfuðstöðvar í Dublin á Írlandi.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hafði skipað starfshóp um regluverk vegna vindorkuvera. Hópurinn skilaði skýrslu síðastliðið haust þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri þörf á sérlöggjöf um vindorkuframleiðslu en hins vegar væri tilefni til tiltekinna breytinga á lögum og reglum. 


Tengdar fréttir

Skoða vindorku í landi Hóla

Drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá voru rædd á síðasta fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.

Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð

Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði.

Skoða vindorkugarð norðan við Húsavík

Bæjarráð Norðurþings mun á næstunni taka til umfjöllunar hugmyndir EAB New Energy Europe um vindorkugarð í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.