Innlent

Hæð og lægð við stjórn­völinn í veðrinu næstu tvo sólar­hringa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er tiltölulega hlýtt á landinu í dag.
Það er tiltölulega hlýtt á landinu í dag. veðurstofa íslands

Víðáttumikil kyrrstæð 1040 mb hæð sem er yfir Skandinavíu og 983 víðáttumikil lægð sem er um 700 kílómetra suður af hvarfi á hægri leið norðaustur stýra veðrinu á landinu næstu tvo sólarhringa.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að í dag verði suðlæg átt á landinu, 8 til 15 metrar á sekúndu, en 15 til 20 metrar á sekúndu á Snæfellsnesi í kvöld.

Það má búast við dálítilli vætu í flestum landshlutum og víða samfelldri rigningu um tíma í kvöld en þurrt og léttir til um landið norðaustanvert með deginum.

Sunnan 10 til 15 metrar á sekúndu á morgun og rigning með köflum en léttskýjað norðaustan til. Það verður tiltölulega hlýtt, hiti á bilinu 7 til 16 stig. Hlýjast verður norðanlands en annað kvöld kólnar heldur.

Veðurhorfur á landinu:

Sunnan 8-15 m/s og lítilsháttar væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Bætir heldur í vind og úrkomu í kvöld.

Sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en þurrt að kalla norðaustan til á landinu.

Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag:
Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en él til fjalla. Hiti 3 til 8 stig. Þurrt og bjart veður austanlands með hita að 12 stigum.

Á sunnudag (páskadagur):
Fremur hæg austlæg átt framan af degi og víða þurrt á landinu. Gengur í austan og norðaustan 8-15 eftir hádegi með rigningu á láglendi, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Úrkomulítið um landið norðvestanvert. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustan 8-13 norðan- og vestalands með rigningu eða slyddu og hita 1 til 6 stig. Hægari suðvestanátt um landið sunnan- og austanvert og stöku skúrir, hiti 4 til 9 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.