Innlent

Stöðvuðu tvo far­þega Nor­rænu

Atli Ísleifsson skrifar
Annar mannanna hlaut þrjátíu daga skilorðsbunduð fangelsi.
Annar mannanna hlaut þrjátíu daga skilorðsbunduð fangelsi. vísir/vilhelm
Lögreglan á Austurlandi stöðvaði á þriðjudaginn tvo farþega Norrænu þegar hún lagðist að bryggju á Seyðisfirði.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna hafi framvísað fölsuðum skilríkjum og var hann í kjölfarið handtekinn og tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu. Kom í ljós að skilríkin voru stolin og fölsuð.

Maðurinn var færður fyrir Héraðsdóm Austurlands sama dag og féll dómur yfir manninum daginn eftir. Hlaut hann þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn óskaði svo eftir hæli hér á landi og er mál hans komið í ferli hjá yfirvöldum.

Hinn maðurinn sem hafði verið stöðvaður hafði verið vísað af Schengensvæðinu og var honum vísað frá Íslandi og aftur til Danmerkur. „Viðkomandi var settur í umsjón áhafnar ferjunnar með banni um að fara í land hér á landi,“ segir í tilkynningunni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.