Heimsmeistarinn féll í fyrsta sinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 14:30 James Wade var flottur á móti heimsmeistaranum. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira