Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 12:30 Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér. Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér.
Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30