Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 18:50 Landsréttur mildaði dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér. Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér.
Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira