Feginn því að þurfa ekki lengur að lemja fólk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2019 14:00 Georges St-Pierre. vísir/getty Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti. MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti.
MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira