Razzie-verðlaunin: Trump og McCarthy valin verstu leikarar ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:17 Melissa McCarthy og Donald Trump. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld. Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld.
Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira