Erlent

Ferða­mála­ráð­herra Nepals fórst í þyrlu­slysi

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd/Facebook
Ferðamálaráðherra Nepals var í hópi sjö manna sem fórust í þyrluslysi í Tehrathum-héraði í austurhluta landsins í morgun.Ráðherrann, Rabindra Adhikari, var á ferðinni ásamt fylgdarliði til að kanna möguleika á lagningu nýrrar flugbrautar í Chuhandanda-héraði þegar slysið varð.Kathmandu Post segir frá því að mikil snjókoma hafi verið á staðnum þar sem þyrlan hrapaði til jarðar.Khadga Prasad Oli, forsætisráðherra Nepals, hefur boðað til neyðarfundar hjá ríkisstjórn landsins vegna slyssins.Rabindra Adhikari var 49 ára að aldri og hafði gegnt embætti ráðherra ferðamála og menningarmála í tæpt ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.