Sport

Sjáðu ræðuna á verðlaunahátíð NFL sem hitti flesta beint í hjartastað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaquem Griffin.
Shaquem Griffin. Getty/Otto Greule Jr

Shaquem Griffin hefur vakið mikla athygli og aðdáun margra fyrir að takast það að komast í NFL-deildina.

Ástæðan er að það vantar framan á aðra höndina hans en hann lét það ekki stoppa sig og komst í leikmannahópinn hjá NFL-liði Seattle Seahawks.

Um helgina fékk Griffin verðlaunin „Game Changer Award“ á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar en það eru verðlaun fyrir þann leikmann í NFL-deildinni sem „brýtur múra“ eða skrifar nýjan kafla í sögu deildarinnar.

Shaquem Griffin þakkaði fyrir sig eftir að hann fékk verðlaunin og hélt fallega ræðu sem hitti flesta beint í hjartastað.

Það er hægt að sjá þessa ræðu hér fyrir neðan en í ræðinni talar hann meðal annars um það að leyfa neikvæðni annarra ekki að ná til sín.
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.